Iceland

Iceland School

Langholtsskóli tekur þátt í þróunarverkefni til þriggja ára. Verkefnið er samvinnuverkefni milli stofnana frá 6 löndum um skólaskil milli leikskóla og grunnskóla. Löndin sem taka þátt eru  Danmörk,  Grikkland, Írland, Ísland, Króatía og Noregur. Áherslan er á hvernig við komum til móts við ólíka hópa, bæði hvað varðar uppruna, fatlanir og félagslegan bakgrunn barna við grunnskólabyrjun.

Langholtsskóli er heildstæður grunnskóli fyrir nemendur í 1. -10. bekk.  Hann var stofnaður 1952 og í ár eru 645 nemendur og 87 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru virðing, vellíðan og skapandi skólastarf.

 

Markmið Langholtsskóla er að koma til móts við nemendur með fjölbreyttum kennsluháttum og vali á viðfangsefnum. Um leið leggjum við áherslu á að skapa skólabrag þar sem öllum líður vel.

Print